Í tilefni af degi eineltis Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðvald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og annars staðar í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir fengu framgang fljótlega eftir okkar fyrsta fund og varð til samráðshópur þriggja ráðuneyta og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Fyrstu skrefin voru stigin af stórhug sumarið 2009 og var fyrsti verkefnisstjóri, góðu heilli, ráðinn Kolbrún Baldursdóttir. Haustið 2009 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að helga einn dag á ári eineltinu en nokkuð hefur verið á reiki um framkvæmdina hin síðari ár þrátt fyrir góðan vilja borgaryfirvalda að glíma við þennan vágest af alvöru.Einelti getur verið banvænt Einelti er dauðans alvara og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega ekki nóg með að eineltið meiði – það getur einnig verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir fyrir tveimur árum og aftur ítrekað á síðasta ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. Hér eiga stéttarfélögin að gegna lykilhlutverki en þar er því miður víða pottur brotinn og þurfa þau að taka sig verulega hvað þessi mál snertir. Það á engin þolandi að þurfa að bíða endalaust í stofufangelsi, vegna aðgerðaleysis stéttarfélags. Strax skal koma þolanda í skjól á meðan málið er í ferli.Orð og athafnir fari saman! Svo langt erum við þó komin að flestir, ef ekki allir, segjast því sammála að einelti beri að uppræta. Fyrirtæki og stofnanir segja þetta hluta af stefnu sinni og hafa fjálgleg orð um mannauð og virðingu fyrir þeim auði. Þegar á hólminn kemur er veruleikinn hins vegar of oft allt annar og er starfsfólki iðulega sýnd framkoma sem varla verður túlkuð á annan veg en sem grófasta einelti. Þarna skortir viljann, að saman fari orð og athafnir. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort samræmi sé í yfirlýstri stefnu annars vegar og efndum á þeirri stefnu hins vegar. Ætla má að ekki sé alltaf fyrir að fara viljaleysi heldur megi aðgerðarleysi rekja til bjargarleysis og vanmáttar frammi fyrir vandanum. Staðreyndin er nefnilega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Það er því engu síður brýnt nú en það var fyrir tíu árum þegar við ýttum úr vör samstarfi þriggja ráðuneyta og síðan með góðum undirtektum Reykjavíkurborgar að halda baráttunni vakandi og minna á að miklu markvissari aðgerða er ennþá þörf. Það starf sem unnið hefur verið á undanförnum áratug hefði mátt vera meira og markvissara en sömu sögu má þó segja af því og starfi frumkvöðla á þessu sviði einkum innan veggja skólanna, fyrir þennan tíma, að dropinn hefur holað steininn.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að láta frá sér heyra á föstudag á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Hér kennir Olweusar-eineltishringurinn margt. Við sem fullorðin erum berum vissulega ábyrgð en erum oft eins og börn í eineltisaðstæðum. Stöndum og horfum á, aðhöfumst ekki, göngum þögguninni á vald, nema í undantekningartilfellum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ögmundur Jónasson Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðvald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og annars staðar í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir fengu framgang fljótlega eftir okkar fyrsta fund og varð til samráðshópur þriggja ráðuneyta og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Fyrstu skrefin voru stigin af stórhug sumarið 2009 og var fyrsti verkefnisstjóri, góðu heilli, ráðinn Kolbrún Baldursdóttir. Haustið 2009 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að helga einn dag á ári eineltinu en nokkuð hefur verið á reiki um framkvæmdina hin síðari ár þrátt fyrir góðan vilja borgaryfirvalda að glíma við þennan vágest af alvöru.Einelti getur verið banvænt Einelti er dauðans alvara og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega ekki nóg með að eineltið meiði – það getur einnig verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir fyrir tveimur árum og aftur ítrekað á síðasta ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. Hér eiga stéttarfélögin að gegna lykilhlutverki en þar er því miður víða pottur brotinn og þurfa þau að taka sig verulega hvað þessi mál snertir. Það á engin þolandi að þurfa að bíða endalaust í stofufangelsi, vegna aðgerðaleysis stéttarfélags. Strax skal koma þolanda í skjól á meðan málið er í ferli.Orð og athafnir fari saman! Svo langt erum við þó komin að flestir, ef ekki allir, segjast því sammála að einelti beri að uppræta. Fyrirtæki og stofnanir segja þetta hluta af stefnu sinni og hafa fjálgleg orð um mannauð og virðingu fyrir þeim auði. Þegar á hólminn kemur er veruleikinn hins vegar of oft allt annar og er starfsfólki iðulega sýnd framkoma sem varla verður túlkuð á annan veg en sem grófasta einelti. Þarna skortir viljann, að saman fari orð og athafnir. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort samræmi sé í yfirlýstri stefnu annars vegar og efndum á þeirri stefnu hins vegar. Ætla má að ekki sé alltaf fyrir að fara viljaleysi heldur megi aðgerðarleysi rekja til bjargarleysis og vanmáttar frammi fyrir vandanum. Staðreyndin er nefnilega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Það er því engu síður brýnt nú en það var fyrir tíu árum þegar við ýttum úr vör samstarfi þriggja ráðuneyta og síðan með góðum undirtektum Reykjavíkurborgar að halda baráttunni vakandi og minna á að miklu markvissari aðgerða er ennþá þörf. Það starf sem unnið hefur verið á undanförnum áratug hefði mátt vera meira og markvissara en sömu sögu má þó segja af því og starfi frumkvöðla á þessu sviði einkum innan veggja skólanna, fyrir þennan tíma, að dropinn hefur holað steininn.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að láta frá sér heyra á föstudag á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Hér kennir Olweusar-eineltishringurinn margt. Við sem fullorðin erum berum vissulega ábyrgð en erum oft eins og börn í eineltisaðstæðum. Stöndum og horfum á, aðhöfumst ekki, göngum þögguninni á vald, nema í undantekningartilfellum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun