Hulkenberg enn án sætis árið 2020 Bragi Þórðarson skrifar 7. nóvember 2019 07:00 Hulkenberg keppir ekki með Renault á næsta ári. Getty Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira