Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu, viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum- og tómstundum barna. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, það elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst, það hrætt og hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi, brotin sjálfsmynd og félagslegt óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. Láttu mig vera segir það þegar áreitið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngunum, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að aðeins þolandinn verður var við það.Hvernig miðar okkur í baráttunni við einelti? Víst miðar okkur áfram en hversu hratt og vel er spurning. Sem sálfræðingur voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og kom ég í starfi mínu iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem borgarfulltrúi vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og reyna að hafa áhrif þótt staða mín og hlutverk sé annars eðlis. Í því skyni lagði ég fram í borgarráði fyrir skömmu tillögu þess efnis að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggðu stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu sem þessari er að finna út hvernig skólar sinna forvörnum, hver eru viðbrögð skólanna við kvörtunum um einelti, hver er málastaða skólanna þegar kemur að eineltismálum og hvernig er hlúð að þolendum og unnið með gerendum? Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótarvant í öðrum skóla. Í tillögunni lagði ég jafnframt til að kannað yrði hjá öllum skólum eftirfarandi: Tiltæk verkfæri, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti Hvort tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun sé heimasíðu skóla? Hvort lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg á heimasíðu skóla? Hvort upplýsingar um eineltisteymi skólans sé á heimasíðu skóla? Ekki meir Einelti meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða: berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi. Ef barn er t.d. að horfa á og hlægja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Áminna skal börnin ítrekað að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir iðulega við sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miður okkur ekki áfram heldur stöndum í stað.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu, viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum- og tómstundum barna. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, það elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst, það hrætt og hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi, brotin sjálfsmynd og félagslegt óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. Láttu mig vera segir það þegar áreitið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngunum, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að aðeins þolandinn verður var við það.Hvernig miðar okkur í baráttunni við einelti? Víst miðar okkur áfram en hversu hratt og vel er spurning. Sem sálfræðingur voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og kom ég í starfi mínu iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem borgarfulltrúi vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og reyna að hafa áhrif þótt staða mín og hlutverk sé annars eðlis. Í því skyni lagði ég fram í borgarráði fyrir skömmu tillögu þess efnis að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggðu stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu sem þessari er að finna út hvernig skólar sinna forvörnum, hver eru viðbrögð skólanna við kvörtunum um einelti, hver er málastaða skólanna þegar kemur að eineltismálum og hvernig er hlúð að þolendum og unnið með gerendum? Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótarvant í öðrum skóla. Í tillögunni lagði ég jafnframt til að kannað yrði hjá öllum skólum eftirfarandi: Tiltæk verkfæri, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti Hvort tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun sé heimasíðu skóla? Hvort lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg á heimasíðu skóla? Hvort upplýsingar um eineltisteymi skólans sé á heimasíðu skóla? Ekki meir Einelti meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða: berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi. Ef barn er t.d. að horfa á og hlægja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Áminna skal börnin ítrekað að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir iðulega við sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miður okkur ekki áfram heldur stöndum í stað.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar