Sportpakkinn: Blikar ætla að koma aftur á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 16:30 Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15