Ein frægasta kappakstursbraut heims seld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:00 Frá Indy 500-kappakstrinum í maí. Fremstur í flokki fer Simon Pagenaud, ökumaður Penske, sem hrósaði sigri. AP/Darron Cummings Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra. Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra.
Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30
Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30
Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00
Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30