„Elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2019 12:30 Lára Ágústa og Hjörtur í vöffluboði í Dúfnahólum. Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta. Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta.
Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira