Nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan Háskóla Íslands Isabel Alejandra Díaz og Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:00 Nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi gerir ungu fólki kleift að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og að öðlast reynslu á þeim sviðum. Í verkefnum á borð við þau sem boðið er upp á á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands eiga sér stað samskipti og tengslamyndun fólks úr ólíkum áttum. Tækifæri eru til að læra af hvort öðru og veita stúdentum stökkpall út í atvinnulífið þannig að stúdentar verði betur undirbúnir fyrir áskoranir nýs samfélags utan veggja skólans. Slíkt ráðrúm er ótrúlega verðmætt. Í háskólanum er starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd undir Stúdentaráði, stofnuð af Icelandic Startup, og er meginhlutverk hennar að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal stúdenta Háskóla Íslands. Fyrir tveimur árum tók nefndin í fyrsta skipti þátt í verkefnastjórn Gulleggsins sem Icelandic Startup hefur staðið fyrir síðan 2009. Gulleggið er keppni sem hefur það markmið að gefa ungum frumkvöðlum vettvang til þess að þróa eigin hugmyndir, öðlast reynslu og þekkingar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri. Í ár voru veitt sérverðlaun í fjórum flokkum: sjálfbærni og grænum lausnum, heilsu og heilbrigði, vöru og stafrænum lausnum. Eins og fyrri ár var boðið upp á námskeið og ráðgjöf frá sérfræðingum úr atvinnulífinu og þar með mættust einstaklingar sem ekki þekktu hvorn annan til að vinna að sameiginlegu markmiði. Rými til sköpunar er mikilvægur þáttur sem á við í hvaða námi sem er og því er mikilvægt að frekara samstarf við t.d. Icelandic Startup og FabLab myndi ýta undir frumkvöðlastarf í skólanum. Við nemendur og starfsfólk háskólans erum svo ótrúlega heppin að hafa sérfræðinga á sínu sviði í kringum okkur alla daga sem eru tilbúnir að hjálpa og við ættum að nýta okkur það. Á háskólasvæðinu er nú verið að byggja vísindagarða sem gætu verið partur af þeirri þróun. Sama starfsár og Gulleggið kom inn á borð nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar var Student Talks einnig haldið í fyrsta skipti hérlendis í samstarfi við nefndina. Eins og nafnið gefur til kynna er það vettvangur í líkingu við Ted Talks sem gefur ungum háskólanemum tækifæri til þess að koma fram og miðla reynslu sinni til fleiri háskólanema. Student Talks eru samtök sem eiga höfuðstöðvar í Danmörku og eru stofnuð að frumkvæði nemenda í Copenhagen Business School. Það er haldið í þeirri von að hvetja nemendur til þess að hrinda sínum eigin hugmyndum í framkvæmd og hafa þar með áhrif á nærsamfélagið og heiminn í heild sinni á jákvæðan hátt. Fyrsta árið var yfirskrift ráðstefnunnar „Women Take the Lead“ sem snerist um konur í leiðtogastöðum og héldu þrjár ungar og upprennandi konur örfyrirlestra. Okkar eigin Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Sigurðardóttir, Röskvuliðar og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, komu báðar fram og deildu með áhorfendum sínar upplifanir og árangri í m.a. stjórnmálum, félagsstörfum og baráttu sinni fyrir betri úrræðum í geðheilbrigðisþjónustu. Í ár var yfirskriftin „Averting the Global Warming Crisis’“ og voru fjórir örfyrirlestrar um umhverfismálefni sem sneru að því hvað við sem einstaklingar gætum gert til þess að sporna gegn stærsta vandamáli okkar tíma. Rebekka Karlsdóttir, forseti Röskvu, var einn gestafyrirlesarinn og fjallaði hún um neyslu einstaklingsins og ruslið sem honum fylgir. Annar fyrirlestur var upp úr BA ritgerð annars fyrirlesara, Rakelar Guðmundsdóttur, sem fjallaði um umhverfisstjórnmál með áherslu á áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þykir okkur það mjög gott dæmi um hvernig hægt er að nýta þekkingu okkar úr náminu í að greina eða fjalla um ýmis brýn málefni. Ef við tökum einmitt umhverfis- og samgöngumál sem dæmi þá felast tugir möguleika í að rannsaka hættuástandið út frá mörgum og jafnvel ófyrirsjáanleg sjónarhornum til vitundarvakningar og ekki síst til þess að sporna þar með gegn þeim hættum sem munu og geta orðið. Á undanförnum árum hefur nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd einnig sótt nýsköpunarráðstefnuna Slush í Helsinki þar sem gestir rúma á við 17.500 manns. Um er að ræða fólk alls staðar að með fjölbreyttan og sérhæfðan bakgrunn. Þess má geta að Slush er einmitt ráðstefna rekin af stúdentum, nánar tiltekið Startup Sauna. Tengslanetið sem myndast þar, sem og í t.d. Student Talks, er lykillinn fyrir unga frumkvöðla að bættu samstarfi í frumkvöðla- og nýsköpunarheiminum. Þátttakendur þessa heims er fólk sem er með lausnir við vandamálum og þekkingu sem nýtist í að koma þeim lausnum áfram. Það er ljóst að stúdentadrifin verkefni geta veitt jafn dýrmæta reynslu og námið sjálft sem nýtist í atvinnulífi. Isabel Alejandra Díaz, fulltrúi í málefnanefnd Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, Röskvuliði og nefndarmeðlimur nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi gerir ungu fólki kleift að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og að öðlast reynslu á þeim sviðum. Í verkefnum á borð við þau sem boðið er upp á á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands eiga sér stað samskipti og tengslamyndun fólks úr ólíkum áttum. Tækifæri eru til að læra af hvort öðru og veita stúdentum stökkpall út í atvinnulífið þannig að stúdentar verði betur undirbúnir fyrir áskoranir nýs samfélags utan veggja skólans. Slíkt ráðrúm er ótrúlega verðmætt. Í háskólanum er starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd undir Stúdentaráði, stofnuð af Icelandic Startup, og er meginhlutverk hennar að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal stúdenta Háskóla Íslands. Fyrir tveimur árum tók nefndin í fyrsta skipti þátt í verkefnastjórn Gulleggsins sem Icelandic Startup hefur staðið fyrir síðan 2009. Gulleggið er keppni sem hefur það markmið að gefa ungum frumkvöðlum vettvang til þess að þróa eigin hugmyndir, öðlast reynslu og þekkingar í viðskiptum og fyrirtækjarekstri. Í ár voru veitt sérverðlaun í fjórum flokkum: sjálfbærni og grænum lausnum, heilsu og heilbrigði, vöru og stafrænum lausnum. Eins og fyrri ár var boðið upp á námskeið og ráðgjöf frá sérfræðingum úr atvinnulífinu og þar með mættust einstaklingar sem ekki þekktu hvorn annan til að vinna að sameiginlegu markmiði. Rými til sköpunar er mikilvægur þáttur sem á við í hvaða námi sem er og því er mikilvægt að frekara samstarf við t.d. Icelandic Startup og FabLab myndi ýta undir frumkvöðlastarf í skólanum. Við nemendur og starfsfólk háskólans erum svo ótrúlega heppin að hafa sérfræðinga á sínu sviði í kringum okkur alla daga sem eru tilbúnir að hjálpa og við ættum að nýta okkur það. Á háskólasvæðinu er nú verið að byggja vísindagarða sem gætu verið partur af þeirri þróun. Sama starfsár og Gulleggið kom inn á borð nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar var Student Talks einnig haldið í fyrsta skipti hérlendis í samstarfi við nefndina. Eins og nafnið gefur til kynna er það vettvangur í líkingu við Ted Talks sem gefur ungum háskólanemum tækifæri til þess að koma fram og miðla reynslu sinni til fleiri háskólanema. Student Talks eru samtök sem eiga höfuðstöðvar í Danmörku og eru stofnuð að frumkvæði nemenda í Copenhagen Business School. Það er haldið í þeirri von að hvetja nemendur til þess að hrinda sínum eigin hugmyndum í framkvæmd og hafa þar með áhrif á nærsamfélagið og heiminn í heild sinni á jákvæðan hátt. Fyrsta árið var yfirskrift ráðstefnunnar „Women Take the Lead“ sem snerist um konur í leiðtogastöðum og héldu þrjár ungar og upprennandi konur örfyrirlestra. Okkar eigin Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Sigurðardóttir, Röskvuliðar og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, komu báðar fram og deildu með áhorfendum sínar upplifanir og árangri í m.a. stjórnmálum, félagsstörfum og baráttu sinni fyrir betri úrræðum í geðheilbrigðisþjónustu. Í ár var yfirskriftin „Averting the Global Warming Crisis’“ og voru fjórir örfyrirlestrar um umhverfismálefni sem sneru að því hvað við sem einstaklingar gætum gert til þess að sporna gegn stærsta vandamáli okkar tíma. Rebekka Karlsdóttir, forseti Röskvu, var einn gestafyrirlesarinn og fjallaði hún um neyslu einstaklingsins og ruslið sem honum fylgir. Annar fyrirlestur var upp úr BA ritgerð annars fyrirlesara, Rakelar Guðmundsdóttur, sem fjallaði um umhverfisstjórnmál með áherslu á áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þykir okkur það mjög gott dæmi um hvernig hægt er að nýta þekkingu okkar úr náminu í að greina eða fjalla um ýmis brýn málefni. Ef við tökum einmitt umhverfis- og samgöngumál sem dæmi þá felast tugir möguleika í að rannsaka hættuástandið út frá mörgum og jafnvel ófyrirsjáanleg sjónarhornum til vitundarvakningar og ekki síst til þess að sporna þar með gegn þeim hættum sem munu og geta orðið. Á undanförnum árum hefur nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd einnig sótt nýsköpunarráðstefnuna Slush í Helsinki þar sem gestir rúma á við 17.500 manns. Um er að ræða fólk alls staðar að með fjölbreyttan og sérhæfðan bakgrunn. Þess má geta að Slush er einmitt ráðstefna rekin af stúdentum, nánar tiltekið Startup Sauna. Tengslanetið sem myndast þar, sem og í t.d. Student Talks, er lykillinn fyrir unga frumkvöðla að bættu samstarfi í frumkvöðla- og nýsköpunarheiminum. Þátttakendur þessa heims er fólk sem er með lausnir við vandamálum og þekkingu sem nýtist í að koma þeim lausnum áfram. Það er ljóst að stúdentadrifin verkefni geta veitt jafn dýrmæta reynslu og námið sjálft sem nýtist í atvinnulífi. Isabel Alejandra Díaz, fulltrúi í málefnanefnd Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, Röskvuliði og nefndarmeðlimur nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun