Hefur ekki fengið svar frá borgarstjóra vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 21:00 Hildur Ósk Ingvarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Kelduskóla, er ekki sátt við áform borgaryfirvalda sem fela í sér að deild skólans í Korpu verði lokað. Samsett mynd Hildur Ósk Ingvarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Kelduskóla, lýsir verulegum vonbrigðum með áform borgaryfirvalda um að loka deild skólans í Korpu. Hún segir að lítið hafi verið hlustað á raddir nemenda vegna málsins en sjálf gekk hún í Kelduskóla Korpu, áður Korpuskóla, í 1.-7. bekk. Unglingadeildinni er kennt í Kelduskóla Vík. Hún segir málið enn þá snerta sig þótt hún sé að ljúka grunnskólagöngu. Hún hafi sent öllum borgarfulltrúum bréf, nokkrir hafi svarað, en ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það eru mjög margir krakkar sem vilja vera í minni hópum og finnst það þægilegra og ég sem nemandi, ég er lesblind og ég fékk svakalega mikinn stuðning hér í Korpu vegna þess að það voru færri nemendur og einhvern veginn meiri stuðningur,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Ég er hrædd um að þessir nemendur muni ekki til dæmis fá þann stuðning sem þeir eru að fá hér í skólanum.“Umhugað um yngri systkini Hún segir málið vera sér og samnemendum hennar afar ofarlega í huga og varla sé talað um annað í frímínútum. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu. Mörg okkar eiga yngri systkini sem eru í skólanum hérna og ég þekki eina sem að á mömmu sem að þorir ekki að segja syni sínum þetta vegna þess að hann á eftir að vera svo leiður og okkur finnst þetta svo sorglegt ef að þetta mun gerast,“ segir Hildur.Tillagan, sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á skipulagi grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi frá og með næsta skólaári, verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Skóla- og frístundaráð samþykkti tillöguna á fundi sínum í síðustu viku og borgarráð sömuleiðis en áformin hafa mætt verulegri andstöðu.Sjá einnig: Samþykkt að loka Kelduskóla KorpuAuk þess sem Kelduskóla Korpu verður lokað samkvæmt tillögunni verður Kelduskóla Vík breytt í sérstakan unglingaskóla með áherslu á nýsköpun og mun fá nafnið Víkurskóli. Hildur segir takmarkaðan áhuga meðal nemenda fyrir þessum breytingum. „Það er ekkert svakalega mikill spenningur nefnilega. Ég hélt að það yrði kannski spenna fyrir því hjá unglingunum að hafa einn stóran unglingaskóla en það virðist ekki vera. Okkur finnst bara svo þægilegt og gaman að geta talað við litlu krakkanna og þau leita mikið til eldri nemenda. Það er mikil og góð samvera þarna á milli,“ útskýrir Hildur.Samkvæmt tillögunni sem tekin verður fyrir í borgarstjórn á morgun verður Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin verður í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSamgöngurnar milli hverfa eru annað áhyggjuefni að mati Hildar. Samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs stendur þó til að gera samgöngubætur, áður en áformin verða að veruleika. „Núna er skólarúta sem að klikkar mjög oft,“ segir Hildur. „Til dæmis núna í vetur, bara frá því í haust, þá er hún búin að klikka alla veganna sjö sinnum, vera seinni heldur en 15 mínútur, það var síðast á fimmtudaginn þegar það var -7,3 frost samkvæmt tölum frá Veðurstofunni. Það var ansi kalt að bíða í tuttugu og eitthvað mínútur úti.“ Það sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra og því hafi hún markvisst skráð niður hjá sér hversu oft það hafi komið fyrir í vetur að rútan var sein. Þetta geti gert það af verkum að nemendur mæti seint í tíma. „Það er leiðinlegt að missa úr tíma og þá þarf maður að vinna upp.“ Í tvö skipti í vetur hafi rútan verið 40 mínútum of sein. Þá séu gönguleiðir milli hverfanna alls ekki ásættanlegar að mati Hildar og margir stytti sér leið yfir gólfvöllinn, hvernig sem viðrar. „Það er alltaf verið að tala um að það mun bæta gönguleiðirnar, og líka við seinustu sameiningu þá var sagt að það ætti að bæta en þær hafa ekkert lagast.“Finnst lélegt af borgarstjóra að svara ekki Fyrir nokkrum vikum sendi hún bréf til allra borgarfulltrúa þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún kveðst hafa fengið svör frá nokkrum en ekki öllum. „Það hefur held ég enginn fengið nein svör frá Degi nema krakkar úr Korpu sem að skrifuðu bréf til Dags og þeir fengu svör. En ég hef ekki fengið neitt,“ segir Hildur. „Mér finnst það svolítið lélegt af honum að hann getur ekki svarað neinum,“ segir Hildur. „Hann mætir bara þar sem eru gleðifréttir en ekki þar sem það er svolítið leiðinlegt sem er að gerast.“ Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að loka Kelduskóla Korpu Frá og með haustinu 2020 verður Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. 12. nóvember 2019 15:36 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Segir hlustað á sjónarmið nemenda Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. 12. nóvember 2019 19:45 Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hildur Ósk Ingvarsdóttir, nemandi í 10. bekk í Kelduskóla, lýsir verulegum vonbrigðum með áform borgaryfirvalda um að loka deild skólans í Korpu. Hún segir að lítið hafi verið hlustað á raddir nemenda vegna málsins en sjálf gekk hún í Kelduskóla Korpu, áður Korpuskóla, í 1.-7. bekk. Unglingadeildinni er kennt í Kelduskóla Vík. Hún segir málið enn þá snerta sig þótt hún sé að ljúka grunnskólagöngu. Hún hafi sent öllum borgarfulltrúum bréf, nokkrir hafi svarað, en ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það eru mjög margir krakkar sem vilja vera í minni hópum og finnst það þægilegra og ég sem nemandi, ég er lesblind og ég fékk svakalega mikinn stuðning hér í Korpu vegna þess að það voru færri nemendur og einhvern veginn meiri stuðningur,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Ég er hrædd um að þessir nemendur muni ekki til dæmis fá þann stuðning sem þeir eru að fá hér í skólanum.“Umhugað um yngri systkini Hún segir málið vera sér og samnemendum hennar afar ofarlega í huga og varla sé talað um annað í frímínútum. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu. Mörg okkar eiga yngri systkini sem eru í skólanum hérna og ég þekki eina sem að á mömmu sem að þorir ekki að segja syni sínum þetta vegna þess að hann á eftir að vera svo leiður og okkur finnst þetta svo sorglegt ef að þetta mun gerast,“ segir Hildur.Tillagan, sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á skipulagi grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi frá og með næsta skólaári, verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Skóla- og frístundaráð samþykkti tillöguna á fundi sínum í síðustu viku og borgarráð sömuleiðis en áformin hafa mætt verulegri andstöðu.Sjá einnig: Samþykkt að loka Kelduskóla KorpuAuk þess sem Kelduskóla Korpu verður lokað samkvæmt tillögunni verður Kelduskóla Vík breytt í sérstakan unglingaskóla með áherslu á nýsköpun og mun fá nafnið Víkurskóli. Hildur segir takmarkaðan áhuga meðal nemenda fyrir þessum breytingum. „Það er ekkert svakalega mikill spenningur nefnilega. Ég hélt að það yrði kannski spenna fyrir því hjá unglingunum að hafa einn stóran unglingaskóla en það virðist ekki vera. Okkur finnst bara svo þægilegt og gaman að geta talað við litlu krakkanna og þau leita mikið til eldri nemenda. Það er mikil og góð samvera þarna á milli,“ útskýrir Hildur.Samkvæmt tillögunni sem tekin verður fyrir í borgarstjórn á morgun verður Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin verður í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSamgöngurnar milli hverfa eru annað áhyggjuefni að mati Hildar. Samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs stendur þó til að gera samgöngubætur, áður en áformin verða að veruleika. „Núna er skólarúta sem að klikkar mjög oft,“ segir Hildur. „Til dæmis núna í vetur, bara frá því í haust, þá er hún búin að klikka alla veganna sjö sinnum, vera seinni heldur en 15 mínútur, það var síðast á fimmtudaginn þegar það var -7,3 frost samkvæmt tölum frá Veðurstofunni. Það var ansi kalt að bíða í tuttugu og eitthvað mínútur úti.“ Það sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra og því hafi hún markvisst skráð niður hjá sér hversu oft það hafi komið fyrir í vetur að rútan var sein. Þetta geti gert það af verkum að nemendur mæti seint í tíma. „Það er leiðinlegt að missa úr tíma og þá þarf maður að vinna upp.“ Í tvö skipti í vetur hafi rútan verið 40 mínútum of sein. Þá séu gönguleiðir milli hverfanna alls ekki ásættanlegar að mati Hildar og margir stytti sér leið yfir gólfvöllinn, hvernig sem viðrar. „Það er alltaf verið að tala um að það mun bæta gönguleiðirnar, og líka við seinustu sameiningu þá var sagt að það ætti að bæta en þær hafa ekkert lagast.“Finnst lélegt af borgarstjóra að svara ekki Fyrir nokkrum vikum sendi hún bréf til allra borgarfulltrúa þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún kveðst hafa fengið svör frá nokkrum en ekki öllum. „Það hefur held ég enginn fengið nein svör frá Degi nema krakkar úr Korpu sem að skrifuðu bréf til Dags og þeir fengu svör. En ég hef ekki fengið neitt,“ segir Hildur. „Mér finnst það svolítið lélegt af honum að hann getur ekki svarað neinum,“ segir Hildur. „Hann mætir bara þar sem eru gleðifréttir en ekki þar sem það er svolítið leiðinlegt sem er að gerast.“
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að loka Kelduskóla Korpu Frá og með haustinu 2020 verður Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. 12. nóvember 2019 15:36 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Segir hlustað á sjónarmið nemenda Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. 12. nóvember 2019 19:45 Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Samþykkt að loka Kelduskóla Korpu Frá og með haustinu 2020 verður Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. 12. nóvember 2019 15:36
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Segir hlustað á sjónarmið nemenda Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. 12. nóvember 2019 19:45
Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00