Danmörk þurfti bara jafntefli og Martin Braithwaite kom þeim yfir á 73. mínútu. Matt Doherty jafnaði á 85. mínútu en þeir dönsku héldu út.
Í sama riðli vann Sviss 6-1 sigur á Gíbraltar og Sviss vinnur því riðilin. Dannmörk er stigi á eftir Sviss en í 3. sætinu er Írland. Danirnir fá að minnsta kosti tvo leiki á heimavelli næsta sumar.
Herrelandsholdet spiller 1-1 mod Irland og skal til EURO2020
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 18, 2019
På hjemmebane!!!#ForDanmark#DENIRL
: @fbbillederdkpic.twitter.com/GageO56QfT
Ítalía gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í 9-1 sigri á Armenía. Ciro Immobile og Nicolo Zaniolo gerðu tvö mörk og þeir Nicolo Barella, Jorginho, Riccardo Orsolini, Alessio Romagnoli og Federico Chiesa gerðu eitt mark hver.
Í sama riðli unnu Grikkir 2-1 sigur á Finnum í þýðingalausum leik þar sem Finnarnir voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leik kvöldsins.
- Only 4 teams have scored more goals in a EURO qualifier than Italy vs Armenia (9-1).
— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 18, 2019
GER - SMR 13-0 (2006)
ESP - MLT 12-1 (1983)
NED - SMR 11-0 (2011)
FRA - AZE 10-0 (1995)#EURO2020#ItaArm
Helgi Kolviðsson og lærisveinar töpuðu 3-0 fyrir Bosníu og Hersegóvínu á heimavelli. Liechtenstein endar á botni riðilsins með tvö stig.
Lars Lagerback og lærisveinar unnu 2-1 sigur á Möltu, Svíþjóð vann 3-0 sigur á Færeyjum og Spánn vann fimm marka sigur á Rúmeníu, 5-0. Fabian, Gerard Moreno, Alvaro Morata, Mikel Oyarzabal og sjálfsmark tryggðu Spáni sigur.
Öll úrslit kvöldsins:
D-riðill:
Gíbraltar - Sviss 1-6
Írland - Danmörk 1-1
F-riðill:
Malta - Noregur 1-2
Spánn - Rúmenía 5-0
Svíþjóð - Færeyjar 3-0
J-riðill:
Grikkland - Finnland 2-1
Italia - Armenía 9-1
Liechtenstein - Bosnía og Hersegóvína 0-3