Aðeins fjórir ökumenn af þeim 24 sem byrjuðu keppnina árið 2009 eru enn að keppa í dag, þeir Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Robert Kubica og Sergio Perez.
Hamilton og Mercedes eru búnir að tryggja sér titlana tvo sem keppt er um ár hvert. Og eins og síðastliðin ár virðast keppnirnar verða enn skemmtilegri þegar engir titla eru í húfi, eins og sást í Brasilíu fyrir tveimur vikum.

Það er mikil keppni um fimmta sætið í keppni bílasmiða. Hver sæti ofar þýðir margar milljónir fyrir liðin að nota fyrir næsta tímabil.
Renault er aðeins 8 stigum á undan Toro Rosso í slagnum en kappaksturinn verður einnig kveðjustund fyrir Nico Hulkenberg. Renault ökuþórinn mun ekki halda sæti sínu í Formúlu 1 á næsta ári.
Sömu sögu er að segja af Robert Kubica. Pólverjinn kom aftur í Formúlu 1 í vor en talsvert hefur vantað upp á hraðann bæði hjá honum og Williams liðinu almennt.
Kappaksturinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn klukkan 12:50 ásamt tímatökum á æfingu á laugardaginn.