Neville segir að Solskjær verði að vera miskunnarlaus á markaðnum í janúar Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2019 10:00 Solskjær eða morðinginn með barnsandlitið eins og hann er kallaður víða. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að rífa upp veskið í janúar eigi ekki illa að fara á Old Trafford. Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United í leik sínum um helgina en Man. United var 2-0 undir á tímapunkti í leiknum. Þrír ungir leikmenn skoruðu fyrir Manchester United í leiknum; Marcus Rashford, Mason Greenwood og Brendon Williams en Neville segir að það vanti meiri reynslu í lið United. „Þeir eru ekki með eldri leikmenn sem segja þeim hvað er ætlast til af þeim í fótboltaliði. Þeir eru ekki með leiðtogana sem setja staðalinn. Þegar ég fyrst braust inn í aðalliðið þá var fólk þar sem sagði mér hvert ég ætti að fara,“ sagði Neville í gær. „Mata er á bekknum, Pogba er meiddur, Matic er að Reyna komast burt, Young er á bekknum. Það er öngþveiti í kringum eldri leikmenn liðsins. Sumir eiga ekki framtíð innan liðsins og aðrir eru meiddir. Í meginatriðum eru þeir ekki á vellinum.“How to open up Manchester United's defence with pass... Lys Mousset's strike for Sheffield United is this week's @GilletteUK#PrecisionPlayOfTheWeek! ⚔ pic.twitter.com/Oy8aozIvxh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 26, 2019 „Það er svo annar hluti að þeir vita ekki hvernig á að koma í útileik í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skilja það ekki að það er öðruvísi að spila á Old Trafford og svo á útivelli. Þeir hafa ekki reynsluna. Ole Gunnar Solskjær þarf að fara og eyða peningum, fyrir sjálfan sig, í janúar og kaupa tvo eða þrjá reynslumikla menn.“ Neville segir að Norðmaðurinn verði að krefjast fjármagns af félaginu og segir að þrátt fyrir að hann njóti þess að horfa á ungu leikmennina þá þurfi eldri leikmenn við hlið þeirra. „Ole verður að vera eigingjarn. Hann verður að vera miskunnarlaus eins og Jose Mourinho og Antonio Conte voru. Hann verður að eyða fjármagni félagsins í janúar og kaupa tvo eða þrjá leikmenn í janúarglugganum. Ef hann kemur inn með reynslu þá verður þessi hópur vel á lífi,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að rífa upp veskið í janúar eigi ekki illa að fara á Old Trafford. Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United í leik sínum um helgina en Man. United var 2-0 undir á tímapunkti í leiknum. Þrír ungir leikmenn skoruðu fyrir Manchester United í leiknum; Marcus Rashford, Mason Greenwood og Brendon Williams en Neville segir að það vanti meiri reynslu í lið United. „Þeir eru ekki með eldri leikmenn sem segja þeim hvað er ætlast til af þeim í fótboltaliði. Þeir eru ekki með leiðtogana sem setja staðalinn. Þegar ég fyrst braust inn í aðalliðið þá var fólk þar sem sagði mér hvert ég ætti að fara,“ sagði Neville í gær. „Mata er á bekknum, Pogba er meiddur, Matic er að Reyna komast burt, Young er á bekknum. Það er öngþveiti í kringum eldri leikmenn liðsins. Sumir eiga ekki framtíð innan liðsins og aðrir eru meiddir. Í meginatriðum eru þeir ekki á vellinum.“How to open up Manchester United's defence with pass... Lys Mousset's strike for Sheffield United is this week's @GilletteUK#PrecisionPlayOfTheWeek! ⚔ pic.twitter.com/Oy8aozIvxh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 26, 2019 „Það er svo annar hluti að þeir vita ekki hvernig á að koma í útileik í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skilja það ekki að það er öðruvísi að spila á Old Trafford og svo á útivelli. Þeir hafa ekki reynsluna. Ole Gunnar Solskjær þarf að fara og eyða peningum, fyrir sjálfan sig, í janúar og kaupa tvo eða þrjá reynslumikla menn.“ Neville segir að Norðmaðurinn verði að krefjast fjármagns af félaginu og segir að þrátt fyrir að hann njóti þess að horfa á ungu leikmennina þá þurfi eldri leikmenn við hlið þeirra. „Ole verður að vera eigingjarn. Hann verður að vera miskunnarlaus eins og Jose Mourinho og Antonio Conte voru. Hann verður að eyða fjármagni félagsins í janúar og kaupa tvo eða þrjá leikmenn í janúarglugganum. Ef hann kemur inn með reynslu þá verður þessi hópur vel á lífi,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira