Börn höfð með í ráðum með markvissari hætti Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Börn í Kópavogi taka virkan þátt í hátíðahöldum þar í bæ í dag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Jóhann K. Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“ Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira