Grafarvogur tilraunahverfi skólasameininga Marta Guðjónsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun