SEJR!
Søndergaard og kompagni besejrede gæsterne fra Skanderborg med 29-24!
Thomas Mogensen topscorer med seks mål. pic.twitter.com/ZDf4iRHmHs
— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) December 3, 2019
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark úr fimm skotum fyrir Skjern og gaf eina stoðsendingu. Björgvin Páll Gústavsson reyndi sig við tvö vítaköst en varði hvorugt þeirra.
Skjern hefur unnið sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. Eina tapið var fyrir toppliði Aalborg.
Ágúst Elí Björgvinsson lék vel í marki Sävehof sem gerði jafntefli við Redbergslids, 24-24, í sænsku úrvalsdeildinni.
Ágúst Elí varði 17 skot, eða 44% þeirra skota sem hann fékk á sig.
Sävehof, sem varð sænskur meistari á síðasta tímabili, er í 8. sæti deildarinnar.