Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma? Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun