RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:10 Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag en Magnús Geir Þórðarson, sem var útvarpsstjóri frá 2014, verður Þjóðleikhússtjóri. vísir/vilhelm Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. Áhöld eru um hvort sú ákvörðun standist annars vegar upplýsingalög og hins vegar lög um RÚV. Þá virðist ákvörðun stjórnar RÚV einnig ganga gegn persónuverndaryfirlýsingu stofnunarinnar sjálfrar þar sem sérstök athygli er vakin á því að stofnuninni sé skylt að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Er það tekið fram að þessi skylda hvíli á RÚV á grundvelli upplýsingalaga, en upplýsingalög hafa gilt um starfsemi RÚV um margra ára skeið. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í viðtali við Vísi í síðustu viku að í upplýsingalögum væri skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf. Því sæi hún ekki að stjórn Ríkisútvarpsins hefði heimild til að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að stofnuninni væri ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV væri opinbert hlutafélag. Þá sagði hann að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Þess má geta að Vísir hefur kært ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki lista með nöfnum umsækjenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Uppfært kl. 12:03:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var ekki farið rétt með það hvenær upplýsingalög tóku að gilda um starfsemi RÚV. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42