Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 21:14 Kip Moore er mikil kántrístjarna. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00