Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 21:14 Kip Moore er mikil kántrístjarna. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00