Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 10:30 Lillani og Geoff Hopkins á Whakaari, áður en eldgosið hófst. AP/Lillani Hopkins Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44