Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. desember 2019 10:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun