Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 10:36 Flugeldarnir í Sydney hafa fangað augu margra síðustu ár vegna glæsileika. ap/Rick Rycroft Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er. Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er.
Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07