Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:58 Mótmælandi kastar táragasi aftur á lögreglu. getty/Billy H.C. Kwok Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30