Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að jólin hafi komið snemma í ár. Ástæðan er trúlofun hennar og Rafal Orpel, kærasta hennar.
„Ástin mín eina fór á skeljarnar við ströndina og ég sagði já, að eilífu já!“ skrifar Þórhildur við myndir af þeim saman að fagna trúlofuninni og óskar hún vinum gleðilegra jóla.
