Ekki góð nótt fyrir Los Angeles liðin í NBA deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 07:30 Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt. AP/Morry Gash Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira