Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 09:00 Gríðarlegt magn af plasti fellur til á hverju ári. Meirihluti alls plasts sem hefur verið framleitt í heiminum hefur endað í landfyllingum. Plastagnir finnast nú nær alls staðar í umhverfi Norður-Íshafsins. Vísir/EPA Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. Hvorki strendur, hafís, hafsbotninn, setlög né fæðukeðjan í hafinu er ósnortin af plastmengun af ýmsum stærðum og gerðum samkvæmt nýrri skýrslu Norðurslóðaverkefnis Belfer-miðstöðvar Harvard-háskóla í vísindum og alþjóðamálum. Skýrslan var unnin í samstarfið við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Hún byggist meðal annars á samstarfi um sextíu sérfræðinga, vísindamanna, stefnumótenda og fulltrúa hagsmunahópa. Um 8,3 milljarðar tonna af plasti höfðu verið framleidd í heiminum til ársins 2017. Framleiðslan hefur aukist hratt undanfarin ár. Þannig hefur helmingur alls plasts sem mannkynið hefur framleitt verið búið til á undanförnum þrettán árum. Búist er við því að um 34 milljarðar tonna hafi verið framleidd fyrir árið 2050. Aðeins brot af plastinu er endurunnið þrátt fyrir átak fjölda þjóða til þess á undanförnum ára. Rannsóknir benda til þess að um 80% af því plasti sem mannkynið hefur framleitt hafi endað í landfyllingum og aðeins um 10% gengið í endurnýjun lífdaga. Berst með hafstraumum langar leiðir Áætlað er að um átta milljónir tonna af plasti rati út í höf jarðar á hverju ári. Aðeins hefur þó tekist að rekja um 1% af plastinu og ríkir nokkur óvissa um hvar það hefur endað. Við nýlega rannsókn á setlögum á hafsbotni í Miðjarðarhafi undan ströndum Ítalíu fundu vísindamenn allt að 1,9 milljónir plastagna á fermetra, mesta magn örplasts sem fundist hefur til þessa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að plastið hafi komið ýmist úr fatnaði eða stærri plastleifum sem hafa brotnað niður með tímanum. Stór hluti af plastinu kemur frá athöfnum manna til sjós, þar á meðal frá fiskveiðum og olíu- og gasvinnslu, en því skolar einnig á haf út með ám eða fýkur af landi. Norðurslóðir og Norður-Íshafið er fjarri því ónæmt fyrir plastmengun þrátt fyrir að svæðið sé afskekkt. Halla Hrund Logadóttir, einn stofnenda og stjórnenda Norðurslóðaverkefnisins við Harvard, segir að fólk hafi haldið að plastmengun væri minna vandamál á norðurslóðum því mest hafi verið talað um hana í tengslum við Asíulöndin, Bandaríkin og stærri leikendur. Rannsóknir sýna þó að mengunin er ekki aðeins staðbundin heldur bera djúpir sjávarstraumar minni plastagnir inn á norðurslóðir frá Asíu og öðrum heimshlutum. Þetta segir Halla langtímaáhættuþátt fyrir atvinnugreinar eins og sjávarútveginn á Íslandi og heilsu fólks. Frekari rannsóknir skorti þó. „Þetta er vaxandi vandamál en umfangið er eitthvað sem þarf að rannsaka betur. Það þarf ennþá frekari gögn til að skilja um hvað við erum að tala og hvar nákvæmlega,“ segir Halla við Vísi. Í rannsókninni sem gerð var í Miðjarðarhafinu telja vísindamenn að sterkir hafstraumar smali plastúrgangi á ákveðna staði á hafsbotninum þar sem hann safnast upp. Í framtíðinni telur Halla mikilvægt að taka fleiri sýni til að rekja uppruna plastsins í hafinu eins og kostur er. „Við verðum að skilja þetta vandamál betur til að geta tekið betur á því,“ segir hún. Halla Hrund Logadóttir, einn stofnenda Norðurslóðaverkefnis Belfer-miðstöðvar Harvard-háskóla í vísindum og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm Einnota plast stóra vandamálið Plast hefur ýmis gagnleg not, þar á meðal í heilbrigðiskerfinu þar sem eðli málsins samkvæmt er aðeins hægt að nota vörur í eitt skipti. Stóra vandamálið segir Halla óþarfa einnota plast, ekki síst umbúðir um vörur. „Það er einnota plast sem er að drekkja okkur og þann vanda þarf að leysa, helst í gær,“ segir Halla. Plastmengun er umfangsmikið vandamál sem verður ekki leyst í einu vetfangi. Halla líkir því við glímuna við loftslagsbreytingar af völdum manna. „Þetta er ekki krani sem þú skrúfar fyrir. Þetta er flókið vandamál sem krefst margþættra lausna,“ segir hún. Stjórnvöld þurfa leggja fram lagabreytingar, auka þarf nýsköpun í iðnaði og almenningur verður að bæta vitund sína og þekkingu til að hægt sé að breyta eftirspurn eftir plastvörum. „Þetta þarf allt að spila saman,“ segir Halla. Íslenski Úrvinnslusjóðurinn dæmi um lausn Í skýrslu Höllu og félaga eru tekin ýmis dæmi um aðgerðir og verkefni sem hafa skilað árangri í að draga úr plastmengun. Eitt þeirra er Úrvinnslusjóður íslenskra stjórnvalda sem var stofnaður árið 2003 sem beitir hagrænum hvötum til þess að auka endurvinnslu. Sjóðurinn rukkar framleiðendur og innflytjendur tiltekinna vara um gjald en tekjurnar eru notaðar til þess að greiða fyrir umhverfisvæna förgun úrgangs og endurvinnslu. Hann gerir íslenskum sjómönnum og útgerðum kleift að skila netum og reipum án þess að þurfa að greiða skilagjald fyrir það. „Þetta er dæmi um hvata til að sjómenn hendi ekki netum því það kostar þá ekkert að skila þeim til endurvinnslu,“ segir Halla. Til mikils er að vinna því áætlað er að um 10% af plastúrgangi í höfunum séu veiðarfæri sem hefur verið hent. Plastleifar blakta í trjágrein á Íslandi.Vísir/Vilhelm Getur verið dýrara að pakka vöru inn í plast en framleiða hana Fyrir stórtækari umbætur segir Halla ekki aðeins þörf á stefnumótun sem styður aukna endurvinnslu heldur þurfi hún að skapa viðskiptatækifæri þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að framleiða og selja vörur sína án plasts. Halla nefnir nýsköpunarfyrirtækið Algramo í Síle sem dæmi um hvernig hægt er að skapa hvata til að fjarlægja óþarfa einnota plast úr virðiskeðjum. Það dreifir áfyllingarsjálfsölum og endurnýtanlegum umbúðum til að hægt sé að selja ákveðnar vörur eins og matarolíu, dýrafóður og hreinlætisvörur í minni skömmtum án einnota plastumbúða. José Manuel Moller, sem stofnaði Algramo árið 2013, fékk hugmyndina þegar hann kynnti sér aðstæður fátækra íbúa höfuðborgarinnar Santiago. Hann komst að því að sökum aðstæðna neyddust þeir til þess að kaupa ýmsar nauðsynjar í minni skömmtum, yfirleitt í einnota plastumbúðum, þrátt fyrir að hagstæðara væri að kaupa þær í stærri einingum. Fyrir utan efnahagslegan ójöfnuð leiddi þetta til aukinnar plastmengunar í snauðari hverfum borgarinnar. Að athuguðu máli komst Moller að því að plastumbúðirnar voru stór hluti af kostnaði vörunnar sjálfrar. Í sumum tilfellum kostaði jafnvel meira að pakka vörunni inn í plast en að framleiða hana. Þannig væri viðskiptahagsmunir fyrir stór fyrirtækja að geta selt vörur sínar beint til neytenda í stærri umbúðum. Áfyllingarsjálfsali Algramo í Síle. Fyrirtækið er nú með sjálfsala í fleiri en 2.000 smáverslunum sem ná til fleiri en 325.000 viðskiptavina í höfuðborginni Santiago. Lausn Moller var að þróa áfyllingarvélar sem gerði framleiðendum kleift að selja vörur sínar í magni en neytendum að fylla á rekjanleg endurnýtanleg ílát í magni sem þeim hentaði og á lægra verði en ella. Skilagjald er á ílátunum og notendur þeirra fá afslátt af vörunum sem þeir fylla á þau í hvert skipti sem þeir endurnýta þau. Stórfyrirtæki eins og Nestlé og Unilever vinna nú með síleska fyrirtækinu að áfyllingarlausnum fyrir vörur sínar, að því er kemur fram í skýrslunni. „Neytandinn þarf ekki að velja á milli þess að kaupa ódýra vöru eða vera umhverfisvænn. Hann slær tvær flugur í einu höggi. Það eru svona lausnir sem munu hjálpa okkur að ná markmiðum um minna plast, hér á norðurslóðum og víðar, því þær skapa rétta hvata fyrir alla,“ segir Halla. Umhverfismál Norðurslóðir Chile Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. Hvorki strendur, hafís, hafsbotninn, setlög né fæðukeðjan í hafinu er ósnortin af plastmengun af ýmsum stærðum og gerðum samkvæmt nýrri skýrslu Norðurslóðaverkefnis Belfer-miðstöðvar Harvard-háskóla í vísindum og alþjóðamálum. Skýrslan var unnin í samstarfið við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Hún byggist meðal annars á samstarfi um sextíu sérfræðinga, vísindamanna, stefnumótenda og fulltrúa hagsmunahópa. Um 8,3 milljarðar tonna af plasti höfðu verið framleidd í heiminum til ársins 2017. Framleiðslan hefur aukist hratt undanfarin ár. Þannig hefur helmingur alls plasts sem mannkynið hefur framleitt verið búið til á undanförnum þrettán árum. Búist er við því að um 34 milljarðar tonna hafi verið framleidd fyrir árið 2050. Aðeins brot af plastinu er endurunnið þrátt fyrir átak fjölda þjóða til þess á undanförnum ára. Rannsóknir benda til þess að um 80% af því plasti sem mannkynið hefur framleitt hafi endað í landfyllingum og aðeins um 10% gengið í endurnýjun lífdaga. Berst með hafstraumum langar leiðir Áætlað er að um átta milljónir tonna af plasti rati út í höf jarðar á hverju ári. Aðeins hefur þó tekist að rekja um 1% af plastinu og ríkir nokkur óvissa um hvar það hefur endað. Við nýlega rannsókn á setlögum á hafsbotni í Miðjarðarhafi undan ströndum Ítalíu fundu vísindamenn allt að 1,9 milljónir plastagna á fermetra, mesta magn örplasts sem fundist hefur til þessa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að plastið hafi komið ýmist úr fatnaði eða stærri plastleifum sem hafa brotnað niður með tímanum. Stór hluti af plastinu kemur frá athöfnum manna til sjós, þar á meðal frá fiskveiðum og olíu- og gasvinnslu, en því skolar einnig á haf út með ám eða fýkur af landi. Norðurslóðir og Norður-Íshafið er fjarri því ónæmt fyrir plastmengun þrátt fyrir að svæðið sé afskekkt. Halla Hrund Logadóttir, einn stofnenda og stjórnenda Norðurslóðaverkefnisins við Harvard, segir að fólk hafi haldið að plastmengun væri minna vandamál á norðurslóðum því mest hafi verið talað um hana í tengslum við Asíulöndin, Bandaríkin og stærri leikendur. Rannsóknir sýna þó að mengunin er ekki aðeins staðbundin heldur bera djúpir sjávarstraumar minni plastagnir inn á norðurslóðir frá Asíu og öðrum heimshlutum. Þetta segir Halla langtímaáhættuþátt fyrir atvinnugreinar eins og sjávarútveginn á Íslandi og heilsu fólks. Frekari rannsóknir skorti þó. „Þetta er vaxandi vandamál en umfangið er eitthvað sem þarf að rannsaka betur. Það þarf ennþá frekari gögn til að skilja um hvað við erum að tala og hvar nákvæmlega,“ segir Halla við Vísi. Í rannsókninni sem gerð var í Miðjarðarhafinu telja vísindamenn að sterkir hafstraumar smali plastúrgangi á ákveðna staði á hafsbotninum þar sem hann safnast upp. Í framtíðinni telur Halla mikilvægt að taka fleiri sýni til að rekja uppruna plastsins í hafinu eins og kostur er. „Við verðum að skilja þetta vandamál betur til að geta tekið betur á því,“ segir hún. Halla Hrund Logadóttir, einn stofnenda Norðurslóðaverkefnis Belfer-miðstöðvar Harvard-háskóla í vísindum og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm Einnota plast stóra vandamálið Plast hefur ýmis gagnleg not, þar á meðal í heilbrigðiskerfinu þar sem eðli málsins samkvæmt er aðeins hægt að nota vörur í eitt skipti. Stóra vandamálið segir Halla óþarfa einnota plast, ekki síst umbúðir um vörur. „Það er einnota plast sem er að drekkja okkur og þann vanda þarf að leysa, helst í gær,“ segir Halla. Plastmengun er umfangsmikið vandamál sem verður ekki leyst í einu vetfangi. Halla líkir því við glímuna við loftslagsbreytingar af völdum manna. „Þetta er ekki krani sem þú skrúfar fyrir. Þetta er flókið vandamál sem krefst margþættra lausna,“ segir hún. Stjórnvöld þurfa leggja fram lagabreytingar, auka þarf nýsköpun í iðnaði og almenningur verður að bæta vitund sína og þekkingu til að hægt sé að breyta eftirspurn eftir plastvörum. „Þetta þarf allt að spila saman,“ segir Halla. Íslenski Úrvinnslusjóðurinn dæmi um lausn Í skýrslu Höllu og félaga eru tekin ýmis dæmi um aðgerðir og verkefni sem hafa skilað árangri í að draga úr plastmengun. Eitt þeirra er Úrvinnslusjóður íslenskra stjórnvalda sem var stofnaður árið 2003 sem beitir hagrænum hvötum til þess að auka endurvinnslu. Sjóðurinn rukkar framleiðendur og innflytjendur tiltekinna vara um gjald en tekjurnar eru notaðar til þess að greiða fyrir umhverfisvæna förgun úrgangs og endurvinnslu. Hann gerir íslenskum sjómönnum og útgerðum kleift að skila netum og reipum án þess að þurfa að greiða skilagjald fyrir það. „Þetta er dæmi um hvata til að sjómenn hendi ekki netum því það kostar þá ekkert að skila þeim til endurvinnslu,“ segir Halla. Til mikils er að vinna því áætlað er að um 10% af plastúrgangi í höfunum séu veiðarfæri sem hefur verið hent. Plastleifar blakta í trjágrein á Íslandi.Vísir/Vilhelm Getur verið dýrara að pakka vöru inn í plast en framleiða hana Fyrir stórtækari umbætur segir Halla ekki aðeins þörf á stefnumótun sem styður aukna endurvinnslu heldur þurfi hún að skapa viðskiptatækifæri þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að framleiða og selja vörur sína án plasts. Halla nefnir nýsköpunarfyrirtækið Algramo í Síle sem dæmi um hvernig hægt er að skapa hvata til að fjarlægja óþarfa einnota plast úr virðiskeðjum. Það dreifir áfyllingarsjálfsölum og endurnýtanlegum umbúðum til að hægt sé að selja ákveðnar vörur eins og matarolíu, dýrafóður og hreinlætisvörur í minni skömmtum án einnota plastumbúða. José Manuel Moller, sem stofnaði Algramo árið 2013, fékk hugmyndina þegar hann kynnti sér aðstæður fátækra íbúa höfuðborgarinnar Santiago. Hann komst að því að sökum aðstæðna neyddust þeir til þess að kaupa ýmsar nauðsynjar í minni skömmtum, yfirleitt í einnota plastumbúðum, þrátt fyrir að hagstæðara væri að kaupa þær í stærri einingum. Fyrir utan efnahagslegan ójöfnuð leiddi þetta til aukinnar plastmengunar í snauðari hverfum borgarinnar. Að athuguðu máli komst Moller að því að plastumbúðirnar voru stór hluti af kostnaði vörunnar sjálfrar. Í sumum tilfellum kostaði jafnvel meira að pakka vörunni inn í plast en að framleiða hana. Þannig væri viðskiptahagsmunir fyrir stór fyrirtækja að geta selt vörur sínar beint til neytenda í stærri umbúðum. Áfyllingarsjálfsali Algramo í Síle. Fyrirtækið er nú með sjálfsala í fleiri en 2.000 smáverslunum sem ná til fleiri en 325.000 viðskiptavina í höfuðborginni Santiago. Lausn Moller var að þróa áfyllingarvélar sem gerði framleiðendum kleift að selja vörur sínar í magni en neytendum að fylla á rekjanleg endurnýtanleg ílát í magni sem þeim hentaði og á lægra verði en ella. Skilagjald er á ílátunum og notendur þeirra fá afslátt af vörunum sem þeir fylla á þau í hvert skipti sem þeir endurnýta þau. Stórfyrirtæki eins og Nestlé og Unilever vinna nú með síleska fyrirtækinu að áfyllingarlausnum fyrir vörur sínar, að því er kemur fram í skýrslunni. „Neytandinn þarf ekki að velja á milli þess að kaupa ódýra vöru eða vera umhverfisvænn. Hann slær tvær flugur í einu höggi. Það eru svona lausnir sem munu hjálpa okkur að ná markmiðum um minna plast, hér á norðurslóðum og víðar, því þær skapa rétta hvata fyrir alla,“ segir Halla.
Umhverfismál Norðurslóðir Chile Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira