Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 14:17 Verkamenn að störfum í Moskvu í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira