Störfum fækkar í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í tæp tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 13:24 Um 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhverskonar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. AP/Sue Ogrocki Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira