Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:00 L fyrir Lyon? Sara Björk Gunnarsdóttir er alla vega búin að vera í sambandi við stórveldið. VÍSIR/GETTY Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15