Olnboguðu verksamninga eftir að öllum tilboðum var hafnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 17:07 Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, olnboga samningana að lokinni undirskrift í dag. Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt: Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt:
Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05