Lýsa yfir neyðarástandi í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 12:09 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa Eþíópíu. EPA/Stian Lysberg Solum Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram. Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram.
Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira