Fimm skiptingar leyfðar og Íslendingarnir gætu fallið Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 20:00 Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru nokkuð frá fallsvæðinu og mæta Wolfsburg á laugardaginn. Samúel Kári Friðjónsson er með Paderborn í botnsætinu en liðið leikur afar mikilvægan leik við Dusseldorf á laugardaginn. SAMSETT/GETTY Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Þjóðverjar hefja á laugardaginn keppni á ný í efstu deild karla í fótbolta eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði í hverjum leik, og 2-3 lið munu falla eins og á venjulegri leiktíð. Keppni í frönsku deildinni hefur verið blásin af og enn er óvíst hvort og þá hvenær keppni í ensku, spænsku og ítölsku deildunum hefst að nýju, þó að stefnt sé að því að boltinn fari að rúlla í þeim deildum í júní. Aðeins 213 manns á hverjum leik Í Þýskalandi er hins vegar allt til reiðu. Leikmenn liðanna hafa verið aðskildir frá fjölskyldum og vinum, og aðeins fengið að vera á hóteli eða æfingasvæði síðustu vikuna. Sýni verða tekin af þeim reglulega til að kanna hvort þeir hafi smitast af Covid-19. Þeir mega ekki takast í hendur í leikjum og engar liðsmyndir verða teknar. Alls verða 213 manns á hverjum leik, þar af 98 í kringum völlinn (til að mynda leikmenn, þjálfarar, boltasækjarar og ljósmyndarar). Eftir fund þýsku deildarinnar í dag var tilkynnt að tímabilið myndi halda áfram fram yfir 30. júní ef þess gerðist þörf. Einnig var ákveðið að lið mættu gera fimm skiptingar, í samræmi við tímabundið leyfi sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda, IFAB, hefur gefið. Þetta er gert vegna þess mikla leikjaálags sem fram undan er svo að hægt sé að klára mót. Liðin eiga ýmist níu eða tíu leiki eftir á tímabilinu. Bayern München er á toppi deildarinnar og Robert Lewandowski markahæstur. Hér æfa Lewandowski og félagar í aðdraganda þess að keppni hefst að nýju í Þýskalandi.VÍSIR/GETTY Eitt félag vildi að hætt yrði við fall Keppni í þýsku 2. deildinni hefst einnig að nýju um helgina. Af 36 félögum í deildunum tveimur greiddi aðeins eitt atkvæði með því að lið myndu ekki falla úr deild á þessari leiktíð. Því munu tvö neðstu liðin í 1. deildinni falla, og liðið í 16. sæti fara í umspil við lið úr 2. deild upp á að forðast fall. Að sama skapi verður áfram keppt um þýska meistaratitilinn og Evrópusæti. Bayern München var á miklu skriði þegar hlé var gert á leiktíðinni og er á toppnum með 55 stig. Skammt undan eru Dortmund (51), RB Leipzig (50) og Borussia Mönchengladbach (49). Werder Bremen (18 stig) og Paderborn (16) eru í fallsætunum tveimur. Samúel Kári Friðjónsson er leikmaður Paderborn. Fortuna Düsseldorf er í umspilsfallsæti með 22 stig. Paderborn og Düsseldorf mætast einmitt á laugardag en Samúel verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla, samkvæmt Fótbolta.net. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er með 27 stig í 14. sæti. Liðið mætir Wolfsburg á laugardaginn.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30
Allt liðið sett í sóttkví viku fyrir fyrsta leik Áætlað er að hefja keppni í þýska fótboltanum um næstu helgi en ljóst er að botnlið B-deildarinnar mun ekki ná í lið. 9. maí 2020 22:00
Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00