Forstjóri Landspítalans varar sérstaklega við Covid-gríni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 15:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Ljósmynd/Lögreglan „Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10
Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00
Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25