Gengi Norwegian féll um rúmlega helming á tíu mínútum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 09:09 Það er óskandi að lending þessarar vélar Norwegian Air hafi ekki verið í líkingu við skellinn sem félagið fékk í kauphöllinni í morgun. Getty/Simon Dawson Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs. Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðeins örfáum mínútum eftir opnun markaða í morgun hafði hlutabréfaverð í flugfélaginu Norwegian Air fallið um rúmlega 60 prósent. Síðan þá hafa bréfin þó rétt úr kútnum og nemur fallið ríflega þriðjungi sem stendur. Hrunið kom greinendum lítið á óvart því stjórnendur flugfélagsins höfðu tilkynnt um björgunaraðgerðir fyrir páska sem taldar voru ólíklegar til vinsælda. Það sem helst stendur í hluthöfum eru hugmyndir um að breyta rúmlega 600 milljarða króna skuldum Norwegian Air í hlutafé - og fyrir vikið þynna hressilega út hlut núverandi hluthafa. Eftir áhlaup morgunsins stendur virði flugfélagsins í ríflega 7 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði Icelandair er nú um 18 milljarðar króna. Meðal þeirra sem hafa losað sig við stóra hluti í Norwegian Air á síðustu vikum eru Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins, auk Bjørn Kise sem er fyrrverandi stjórnarformaður flugfélagsins. Norwegian Air hefur þurft, eins og mörg önnur flugfélög, að grípa til ýmissa blóðugra ráðstafana til að halda flugi í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Til að mynda tilkynntu stjórnendur félagsins fyrir rétt tæpum mánuði að 7300 starfsmönnum yrði sagt upp tímabundið, eða í kringum 90 prósent alls starfsmannahópsins. Norwegian Air hafði þó átt í erfiðleikum fyrir útbreiðslu veirunnar. Þannig hafði hlutabréfaverð í félaginu fallið um 78% frá áramótum fyrir daginn í dag, en fall annarra stórra evrópskra flugfélaga nemur á bilinu 30 til 60 prósent. Hlutabréfaverð hefur til að mynda lækkað um 55 prósent í Icelandair frá upphafi árs.
Fréttir af flugi Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira