Ísland með í strandhandbolta á ÓL í París? Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:30 Það má sjá stórglæsileg tilþrif í strandhandbolta og íþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu misseri. TWITTER/@BRABEACHHAND Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49