Dóttir Jordan segir að pabbi sinn hafi komið henni á óvart í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 17:00 Jasmine Jordan með Air Jordan skó úr heimsfrægri skólínu föðurs síns. Getty/Alexander Tamargo/ Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020 NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira