Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 22:00 Ekki er ljóst hvenær íslenska landsliðið getur lokið undankeppni fyrir næsta Evrópumót, sem líklega verður fært frá 2021 til sumarsins 2022. VÍSIR/VILHELM Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort. Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35