Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 09:12 Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. AP/Mark Schiefelbein Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira