Starfsfólki Google sagt að halda sig heima vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 12:12 Google er með mikla starfsemi í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst undanfarna daga. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar. Wuhan-veiran Google Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni. Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima. Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar.
Wuhan-veiran Google Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira