Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi Kjartan Almar Kárason skrifar 24. maí 2020 16:15 Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar