Adrian Justinussen var ein af stjörnum helgarinnar eftir frammistöðu hans með HB Tórshavn í færeysku fótboltadeildinni.
Adrian Justinussen, eða Aukaspyrnu-Adrian eins og hann er nú kallaður af mörgum, skorað fernu og lagði upp eitt að auki í 5-0 sigri HB Tórshavn í Effodeildinni í gær.
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa sýnt frammistöðu hans talsverðan áhuga enda hefur Adrian Justinussen verið orðaður við Val í Pepsi Max deildinni.
Heimir Guðjónsson, þjálfar einmitt Val, en hann þekkir Adrian Justinussen mjög vel frá tíma sínum hjá HB en Heimir þjálfari Þórshafnarliðið 2018 og 2019.
Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði nefnilega markaskor sitt í fyrsta árinu sem leikmaður undir stjórn Heimis Guðjónssonar.
Adrian Justinussen. That's just ridiculous. #BetriDeildin #JustinussenAlarm https://t.co/rqK8FBnTyA
— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) May 24, 2020
Á síðustu þremur tímabilum fyrir komu Heimis þá hafði Adrian Justinussen aðeins skorað 1 mark á hverju tímabili þar af eitt mark í 24 leikjum á leiktíðinni fyrir komu Heimis til HB.
Á fyrsta tímabilinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar þá skoraði Adrian Justinussen aftur á móti 20 mörk í 26 leikum. Á öðru tímabilinu var hann með 16 mörk í 26 leikjum.
Adrian Justinussen hefur skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með HB Tórshavn í Effodeildinni á þessu tímabili en fjögur af þessum sex mörkum litu dagsins ljós í gær.
Þrjú fyrstu mörkin skoraði Adrian með skotum beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnurnar voru líka allar ólíkar, ein vinstra megin, ein hægra megin og ein lengst út á velli. Fjórða markið skoraði hann síðan með frábæru skoti úr vítateignum.
Markaskor Adrian Justinussen í Effodeildinni:
- 2014 - Með HB Tórshavn 1 leikur, 0 mörk
- 2015 - Með HB Tórshavn 16 leikir, 1 mark
- 2016 - Með HB Tórshavn 17 leikir, 1 mark
- 2017 - Með HB Tórshavn 24 leikir, 1 mark
- - Heimir Guðjónsson mætir á svæðið -
- 2018 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 20 mörk
- 2019 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 16 mörk
- 2020 - Með HB Tórshavn 3 leikir, 6 mörk