Ekki benda á mig, segir forsetinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 09:10 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á ástandi landsins. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira