Að borga próf, eða borga ekki próf Heimir Hannesson skrifar 26. maí 2020 11:00 Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun