Kerfi fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 27. maí 2020 15:40 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun