Tekur UFC fram yfir Bellator: Líklegra að maður mæti gæja sem notar ekki stera Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 19:00 Gunnar Nelson var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira
Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00