EasyJet boðar miklar uppsagnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 07:28 Starfsemi EasyJet hefur verið í algjöru frosti undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Gareth Fuller&getty Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren. Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren.
Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57