Rodgers fékk kórónuveiruna: „Ég gat varla gengið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 22:00 Brendan Rodgers er með Leicester í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. VÍSIR/GETTY Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira