Í dag snýst í norðvestan 5-10 metra á sekúndu. Léttskýjað verður suðaustantil, en annars skýjað og dálítil væta á annesjum Norðausturlands. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Síðdegis rofar til, en áfram verður skýjað á norður- og vesturströnd landsins. Hiti verður á bilinu 10-18 stig. Hlýjast verður á Suðausturlandi, en kólnar á landinu norðaustanverðu síðdegis.
Veðurspá næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Fimmtudagur:
Gengur í norðaustan 8-13 m/s. Úrkomulítið V-lands, annars skúrir og jafnvel slydduél NA-til. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast á SV-landi.
Föstudagur:
Norðan 8-13 m/s, en 13-18 austast. Él NA- og A-lands, en skýjað með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.
Laugardagur:
Minnkandi norðanátt og víða bjart veður, en skýjað á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 13 stig, en 1 til 6 á N- og A-landi.
Sunnudagur (sjómannadagurinn):
Suðlæg átt og léttskýjað N- og A-lands, en dálítil rigning á V-landi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á A-verðu landinu.
Mánudagur:
Sunnanátt og súld eða rigning, en víða léttskýjað og hlýtt í veðri N- og A-lands.
Þriðjudagur:
Suðlæg átt og dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið á N-landi.