Eintracht Frankfurt mun styðja réttindabaráttu svartra í kvöld þegar liðið reynir að slá stórliði Bayern München út úr þýsku bikarkeppninni og komast í bikarúrslitaleikinn á móti Bayer Leverkusen.
Eintracht Frankfurt vann bikarinn fyrir tveimur árum og á möguleika á því að komast í sinn þriðja bikarúrslitaleik á fjórum árum.
Verkefnið í kvöld getur þó varla orðið erfiðara því liðið mætir þartoppliði Bayern München sem eru auk þess ríkjandi bikarmeistarar og á heimavelli á Allianz Arena.
Tonight: Make your mark
— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) June 10, 2020
Everyday: Listen. Understand. Question. Stand. Speak up. Fight for tolerance and diversity. Overcome racism.@indeed #inEintracht #RoomForDiversity #FCBSGE pic.twitter.com/31gHIo3p4h
Leikmenn Eintracht Frankfurt verða í treyjum með „Black Lives Matter“ kjörorð framan á þeim.
„Black Lives Matter“ eða „Lif svarta skiptir máli“ eru einkennisorð réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum en mikil mótmæli hafa verið út um allan heim eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í tæpar níu mínútur.
Eintracht Frankfurt segir frá búningi kvöldsins á samfélagsmiðlum sínum með mynd af búningnum og eftirfarandi orðum:
„Á hverju degi: Hlustið. Skiljið. Spyrjið. Standið upp. Talið. Berjist fyrir umburðarlyndi og fjölbreytni. Útrýmum rasisma.“
Frankfurt will play in this Black Lives Matter shirt in tonight's fixture vs. Bayern Munich.
— ESPN FC (@ESPNFC) June 10, 2020
(via @eintracht_eng) pic.twitter.com/UBv8iOkaSF