Breyttir tímar á Eiðistorgi: Turninn sýnir réttan tíma Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 16:22 Hér sýndi klukkan á Eiðistorgi 23:45 þegar réttur tími var 17:45. Aðsend Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“ Seltjarnarnes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“
Seltjarnarnes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira