Í dag verður suðlæg eða breytileg átt á bilinu þremur til tíu metrum á sekúndu ef spár ganga eftir. Víða bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestantil á landinu. Líkur eru á þokulofti við norður- og austurströndina.
Hitinn verður á bilinu 8-19 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu erður að mestu bjart síðdegis og hiti á bilinu 10 til 15 stig að deginum.